Nýbyggingar

Tökum að okkur all nýbyggingar- og smíðavinnu. Við komum að öllum þáttum frá hönnun til lokafrágangs. Meðal verkefna má nefna sumarhús, íbúðarhús, fjölbýlishús og fjölbreyttar iðnaðarbyggingar.Við erum jafnframt með ýmsar áhugaverðar og hagkvæmar byggingarlausnir í flest byggingarverkefni stór sem smá, íbúðar-, frístundar- og atvinnuhúsnæði. Getum boðið uppá heildarlausnir frá hugmynd til afhendingar.

Viðhald fasteigna

Mikilvægt er að fasteignum sé vel viðhaldið m.a. vegna kostnaðar og verðmæti eignanna. Við aðostoðum við ástandsskoðun sem framkvæmd er af húsasmíðameistara, og getum einnig gert kostnaðar- og viðhaldsáætlanir.  sé reglulega viðhaldið og einnig fyrirbyggjandi fasteignum vel við til þess að bæði Gott viðhald er nauðsynlegt öllum húseigendum. 

Málun

Við tökum að okkur alla helstu málningarvinnu innandyra og utanhúss í stórum sem smáum verkefnum. Getum tekið að okkur lítil sem stór verkefni skjótt og vel á hagvæman hátt.

Innréttingar og veggir

Uppsetning og frágangur á innréttingum og milliveggjum fyrir íbúðarhús auk verslunar-, veitingar- og skrifstofuhúsnæðis. Við getum komið að öllu ferlinu frá hönnun til frágangs, og ekki síst efnisvali og hagkvæmum innkaupum í gegnum samstarfsaðila okkar.

Eldhús

Getum boðið heildarlausnir fyrir elhdúsið allt frá hönnun til frágangs. Ásamt samstarfsaðilum getum við boðið hönnun, efnisval, hagstæð efniskaup, uppsetning og frágangur á innréttingum, auk þess flísalögn, mosaic, blöndunartæki, ísetningar heimilistækja, lagning og frágangur á gólfefni eða annað sem verkefnið krefst.

Baðherbergi

Uppsetning, frágangur á öllu sem tengist baðherberginu, þ.m.t. innréttingar, sturtuklefa og baðkar, flísalögn í hólf og gólf, mosaic, blöndunartæki og annar vandaður frágangur votrýma.

Gólf

Allt fyrir gólf, flotun, lökkun og lagning gólefnis. Hvort sem það er viðar-parket, plast-parket, dúkur, korkur eða flísar, þá höfum við reynda fagmenn til að klára verkið fyrir þig svo mikill sómi sé af.

Gluggar og Hurðir

Isetningar, flasningar, gereft, og annar frágangur á gluggum og gleri auk hurða inni- og útidyra. Við getum einnig aðstoðað viðskiptavini við efnisval og hönnun ásamt hagkvæmum innkaupum í gegnum samstarfsaðila okkar.

Breytingar og Viðbyggingar

Hvort sem þú ert að ráðast í minniháttar eða stórar framkvæmdir, breytingar eða lagfæringar, þá höfum við fagmenn í hverju horni sem geta komið að öllu ferlinu, auk þess að aðstoða við efinisval, útboð og innkaup.

Þakviðgerðir

Þak á hverju húsi er eitt af því sem verður að vera í lagi, því ef það liggur undir skemmdum getur það einnig ollið öðrum skemmdum t.d. vegna rakaskemmda, myglu eða lélegrar loftunar. Við sjáum um allt sem þaki tilheyrir, klæðningu, sperrur, timburverk, loftanir og annað sem þarf til að þakið öðlist nýtt líf unnið […]