Nú er hægt að fá 100% af virðisaukaskatti endurgreiddum – allir vinna!

Nú er aldeilis tækifæri að fara í þjónustu, endurbætur og viðhald ýmissa mannvirkja, því stjórnvöld hafa ákveðið að frá og með 1. mars 2020 til og með 31. Desember 2020, að endurgreiðsla af vinnu manna við m.a. íbúðarhúsnæði verði 24% virðisaukaskattur endurgreiddur að fullu, 100%.


Það sem t.d. fellur undir endurgreiðslu:

  • Hönnun og eftirlit með byggingu, viðhaldi eða endurbótum á íbúðarhúsnæði eða frístundahúsnæði.
  • Nýbyggingu íbúðar- og frístundahúsnæðis
  • Viðhald og endurbætur íbúðar- eða frístundahúsnæðis
  • Umhirða íbúðarhúsnæðis, tekur líka til eigenda sem leigjenda íbúðarhúsnæðis
  • Byggingarvinna, viðhald, endurbætur mannvirkja sem alfarið eru í eigu mannúðar- og líknarfélaga, íþróttafélaga, björgunarsveita, auk einstakra félagseininga sem starfa undir merkjum samtakanna.

Átak stjórnvalda gengur almennt undir nafninu “Allir vinna”. Átt er við almennt vinnu manna, við ýmsa verkþætti og þjónustu tengt húsnæði, s.s. íbúðarhúsnæði, mannvirki félagssamtaka og frístundahúsnæði (sumarhús) og útleigueignir. Helstu skilyrði eru að viðkomandi sem óskar eftir endurgreiðslu sé ekki á virðisaukaskrá, þ.e. að hafi heimild til að færa slíka vinnu til innskatts, auk þess sem frístundahúsnæði þarf að falla undir skilgreningu í lögum nr. 75/2008.

Nánari upplýsingar er hægt að finna hjá skattinum. Með því að smella á slóðina, ferðu inná upplýsingasíðu skattsins með ítarlegri upplýsingum:https://www.rsk.is/um-rsk/frettir-og-tilkynningar/allir-vinna-timabundin-haekkun-a-endurgreidslum-vsk