Um Okkur

Markmið og helstu áherslur Máva verktaka er að veita okkar viðskiptavinum framúrskarandi þjónustu, heilstæðar og jafnframt hagkvæmar lausnir tengt framkvæmdum,viðhaldi, endurbótum, rekstri eða umhirðu fasteigna þeirra.

Saga okkar nær aftur til ársins 1970 þegar þeir sem að félaginu standa hófu sájfstæða starfsemi. Fljótlega varð til mikil þekking og reynsla í viðgerðurm og endurbótum eldri húseigna, jafnt innandyra sem utandyra, lengja líftíma glugga, þakviðgerðir, og ýmsar viðgerðir tengt raka- og lekaskemmdum.

Síðar urðu verkefni og viðfangsefni fjölbreyttari og í sumum tilfellum flóknari. Mikil aukning verkefna undanfarin ár hefur verið m.a. í uppsteypun húsa, smíði timburhúsa, límtrésbyggingar, auk hönnun og reisningu stálgrindarbygginga. Síðustu misseri höfum við einnig færst útí að smíða palla, uppsetningar á skjólveggjum og girðingar.

Ásamt því að hjá okkur starfa faglærðir iðnaðarmenn, reyndir verkefnastjórar, og byggingarstjórar með áratuga reynslu, að þá erum við með öfluga samstarfsaðila sem einnig hafa á sínum snærum afar reynda og hæfa faglærða iðnaðarmenn og verkfræðinga til flestra verka sem tengjast flestum sviðum byggingarlistarinnar.