VIÐHALD FASTEIGNA OG LAGFÆRINGAR
Hús og önnur mannvirki eru oftast meðal þess verðmætasta sem einstaklingar, fjölskyldur og aðrir eiga. Veðurfar á Íslandi kallar á reglulegt viðhald af ýmsum ástæðum, sem geta verið margar, og dapurt þegar eignir grotna niður þegar viðhaldi er ekki sinnt.
Strax og leki myndst má búast við raka- og vatnsskemmdum og einnig myglu. Mygla er ekki endilega sýnileg og hún getur verið stórhættuleg þeim, sem vinna eða búa í húsunum. Hún finnst í dag á ólíklegustu stöðum.
Við aðstoðum við ástandsskoðun eigna, sem er framkvæmd af lögiltum fagaðilum. Við aðstoðum við gerð kostnaðar- og viðhaldsáætlana.
Algengustu viðgerðir eru þakviðgerðir, skipt um þakefni, laga og skipta um glugga og gera við og endurnýja veggi og klæðningar, endurnýja vatnslagnir, krana, raflagnir, rofa og tengla. Mikil þekking er hjá okkur þegar kemur að viðgerðum eldri timburhúsa.
Allt er lýtur að viðhaldi húseigna, inni sem úti er okkar fag.