GLUGGAR OG HURÐIR

Setjum í og skiptum um glugga og hurðir inni og úti. Sjáum um allan frágang kringum það sem sett er í eða skipt er út. Við setjum nýja glugga í þök og skiptum þeim gömlu út.
 

Gluggar þarfast reglulegs viðhalds, hversu oft, ræðast af veðrun, gerð og gæðum þeirra. Suma glugga þarf að mála á fimm ára fresti og aðra sjaldnar. Þegar gler er orðið um og yfir 20ára er það farið að missa einangrunargildi og þá er kominn timi til að skipta því út. Oft nægir að endurnýja glerlista og þéttingar við gler. Einnig þarf að huga að þéttingu glugga við steinveggi.
Við tökum opnanlega fög og lagfærum, skiptum um þéttilista og annað sem er úr sér gengið.

Hreinsa upp og endurmála glugga er okkar fag, sem og allt er lýtur að vinnu og viðhaldi glugga.
Við getum aðstoðað við val á efni og hagkvæmum innkaupum.